Sport

Arsenal tapaði dýrmætum stigum

Arsenal tapaði tveimur stigum á heimavelli þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Fulham í dag. Arsenal lenti undir snemma leiks en missti síðan niður eigin forystu í síðari hálfleiknum.

Enski boltinn

Max Verstappen á ráspól í rigningunni í Hollandi

Max Verstappen verður á ráspól á Zandvoort brautinni í Hollandi á morgun eftir glæsilegan lokahring í tímatökum í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem Verstappen verður á ráspól í Hollandi og í áttunda skiptið í ár sem hann ræsir fyrstur.

Formúla 1

Katla Björg leggur skíðin vegna þrálátra meiðsla

Katla Björg Dag­bjarts­dótt­ir,  fremsta svig­kona lands­ins og þrefaldur Íslandsmeistari, hef­ur ákveðið að leggja skíðin á hilluna aðeins 23 ára að aldri en hún hefur glímt við erfið og þrálát meiðsli í að verða eitt og hálft ár.

Sport

FIFA setur Rubiales í bann

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að setja Luis Rubiales, forseta Knattspyrnusambands Spánar, í tímabundið bann frá afskiptum af knattspyrnu.

Fótbolti

Bikarmeistarar Hauka safna liði

Bikararmeistarar Hauka hafa síðustu daga verið að bæta í leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í Subway-deild kvenna en þær Rósa Björk Pétursdóttir og Rebekka Rut Hjálmarsdóttir eru báðar á leið í Hafnarfjörðinn.

Körfubolti

Noah Lyles í fótspor Usain Bolt með tvöföldum sigri

Spretthlauparinn Noah Lyles skráði sig í sögubækurnar í gær þegar hann kom fyrstur í mark í 200 m hlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. Hann varð þar með fyrsti karlmaðurinn síðan Usain Bolt árið 2015 til að vinna bæði 100 og 200 m hlaupin á HM.

Sport

Sakar Jenni Hermoso um lygar

Spænska knattspyrnusambandið ver formann sinn með kjafti og klóm. Það segir Jenni Hermoso fara með ósannindi og bendir á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu séu þær valdar í liðið.

Fótbolti

Erna Sóley í 14. sæti og komst ekki í úrslit

Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari úr ÍR, keppti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í morgun en mótið fer fram í Búdapest. Erna endaði í 14. sæti í sínum kasthópi og var nokkuð frá sínu besta en hún kastaði kúlunni 16,68 metra.

Sport

„Hann er sköpunar­vél“

Kevin De Bruyne, miðjumaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, telur Bruno Fernandes mest skapandi miðjumann ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu.

Enski boltinn

Grinda­vík skoraði sjö og felldi Ægi

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Þá vann Fylkir 3-2 sigur á Fram í Lengjudeild kvenna.

Íslenski boltinn

Ómar Ingi sneri aftur í stór­sigri

Hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon sneri aftur í lið Magdeburg þegar liðið hóf leik í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson verður fjarverandi fram að áramótum vegna meiðsla sem hann varð fyrir undir lok síðustu leiktíðar.

Handbolti

Lukaku gæti endað í hlýjum faðmi Mourinho

Eftir að hafa verið orðaður við sitt fyrrum félag Inter brenndi Romelu Lukaku allar brýr til Mílanó þegar hann virtist á leið til Juventus. Það féll upp fyrir en það stöðvaði ekki leið Lukaku til Ítalíu. Nú virðist hann vera á leið til Rómaborgar þar sem fyrrverandi þjálfari hans ræður ríkjum.

Fótbolti