Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Það er ein­mana­legt að missa móður“

„Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ segir leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira.

Lífið
Fréttamynd

Knox Goes Away: Gamlir en ekki sigraðir

Kvikmyndin Knox Goes Away var tekin til sýningar í Sambíóunum sl. föstudag. Þar leikstýrir Michael Keaton og leikur leigumorðingja sem fær greiningu þess efnis að hann sé með Creutzfeldt-Jakob, taugasjúkdóm sem dregur fólk oftast til dauða innan við ári eftir greiningu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Féllust í faðma á tilfinningaríkri stundu

Tölum um endó – ný íslensk heimildarmynd um endómetríósu var frumsýnd í Bíó Paradís í vikunni. Myndin uppskar standandi lófaklapp fyrir fullu húsi gesta og féllust forsvarsmenn Endósamtakanna í faðma að mynd lokinni.

Lífið
Fréttamynd

Komu saman vegna þrjá­tíu ára af­mælis Pulp Fiction

Það vantaði ekki stórstjörnurnar þegar haldið var upp á að þrjátíu ár væru í ár liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar Pulp Fiction, eða Reyfara eins og myndin var nefnd á íslansku. Margir aðalleikara myndarinnar söfnuðust af því tilefni saman sérstökum viðburði TCM Classic Film Festival í í Chinese Theatre í Los Angeles í gær.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Á slóðum Arabíu Lárens með Anthony Hopkins

Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari er nýlega kominn heim frá Ouarzazete í Marokkó þar sem hann dvaldi í tvo mánuði fyrr á þessu ári við tökur á stórmyndinni Mary. Hann segist þakklátur fyrir tækifærið og ekki síst að fá að leika á móti einum þekktasta leikara samtímans, Sir Anthony Hopkins en þeim er vel til vina eftir verkefnið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ripley: Lista­verk Tom Ripleys full­komnað

Skáldsaga Patriciu Highsmith The Talented Mr. Ripley hefur verið sem segull fyrir kvikmyndagerðarfólk allt frá því að hún kom út árið 1955. Nú er það Steven Zailian sem tekst á við Tom, Dickie og Marge í sjónvarpsþáttaformi, en Netflix frumsýndi nýlega þættina átta.

Gagnrýni
Fréttamynd

Á­tján mánaða fangelsi vegna voðaskotsins

Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed hefur verið dæmd til átján mánaða fangelsisvistar vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins. Hutchins lést þegar skot hljóp úr byssu Alecs Baldwin við upptökur á kvikmyndinni Rust árið 2021.

Erlent
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru landsliðskonur í knatt­spyrnu að horfa á?

Sunnudagar eru uppáhalds dagar sumra sem njóta þess til dæmis að sofa út og kveikja svo á sjónvarpinu. Með offramboði af streymisveitum, þáttaseríum og kvikmyndum gætu sumir þó veigrað sér frá því að kveikja á imbanum sökum valkvíða. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks í Hámhorfinu þar sem ýmsar hugmyndir af sjónvarpsglápi koma fram. 

Bíó og sjónvarp