Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Umferðareiður kjöt­iðnaðar­maður til­nefndur

Jón Gísli Jónsson kjötiðnaðarmaður er tilnefndur til Iðnaðarmanns Íslands 2024 og mætti á X977 til Tomma í spjall en X977 stendur fyrir keppninni ásamt Sindra. Þar kom í ljós að Jón er Húnvetningur og hans uppáhaldsstaður eru uppeldisstöðvarnar Blönduós.

Samstarf
Fréttamynd

„Hann eyði­leggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“

„Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vilja koma fleirum en Kynnis­ferðum inn í BSÍ

Félag atvinnurekenda hefur sent Einari Þorsteinssyni borgarstjóra erindi og farið fram á fund til að ræða hvernig keppinautar fólksflutningafyrirtækisins Kynnisferða geti fengið aðstöðu í Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg (BSÍ), sem er í eigu Reykjavíkurborgar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Al­gjör ó­vissa með Dragon Dim Sum

Lokað hefur verið á veitingastaðnum Dragon Dim Sum undanfarnar vikur og heyrast áhyggjuraddir fastagesta með framtíð staðarins. Rekstraraðilar segjast leita allra leiða til að halda rekstrinum gangandi á nýjum stað. Unnið sé að því nótt og dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Merkum á­fanga fagnað í verslun BYKO á Sel­fossi

BYKO fagnaði nýverið þeim áfanga að framkvæmdum lauk vegna breytinga á uppsetningu verslunar fyrirtækisins á Selfossi. Við þetta tækifæri ávarpaði Sigurður B. Pálsson forstjóri BYKO gesti og fór yfir tilganginn með þessum breytingum.

Samstarf