Innlent

Alcoa opnar skrifstofu á Húsavík

Frá Húsavík.
Frá Húsavík.

Alcoa hefur opnað skrifstofu og upplýsingamiðstöð á Húsavík vegna vegna hugsanlegs álvers í landi Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að aðstaða Alcoa sé tekin í notkun nú þegar rannsóknir hafi leitt í ljós að engar tæknilegar hindranir standi í vegi fyrir því að álver rísi við Bakka, en það var niðurstaða fyrsta áfanga vinnunnar sem fram fer á svæðinu.

Kristján Þ. Halldórsson rekstrarverkfræðingur veitir skrifstofunni og upplýsingamiðstöðinni forstöðu. Hann er fyrsti starfsmaður Alcoa á svæðinu og hann starfar að undirbúningsvinnu vegna hugsanlegs álvers.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×