Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Gríðarleg geðshræring greip um sig þegar fimm flóttakonum var vísað úr úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í dag, og á götuna. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður ræddi við þær og dómsmálaráðherra sem segir lítið hægt að gera ef fólk sýni ekki samstarfsvilja.

Sérfræðingur hjá eitrunarmiðstöð Landspítalans segir sífellt fleiri tilkynningar berast vegna barna sem innbyrða nikótínpúða. Móðir nítján mánaða drengs sem rétt náði að koma í veg fyrir að hann borðaði púða á leikvelli í vikunni segir þá algjöra plágu.

Þá ræðum við við Íslending sem búsettur er á Maui eyjunni á Havaí um gróðureldana sem hafa lagt heilan bæ í rúst. Gríðarleg sorg ríkir á svæðinu en eldarnir eru sagðir banvænustu náttúruhamfarir þar í áratugi.

Og við kíkjum á drag sýningu sem er hluti af Hinsegin dögum og skoðum málverkasýningu sem fer fram í glugga á tískuvöruverslun.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×