Sport

Slógu Ís­lands­metið saman

Valur Páll Eiríksson skrifar
Elísa, Mari og Andri leiðast í mark eftir 51. hringinn.
Elísa, Mari og Andri leiðast í mark eftir 51. hringinn. Vísir/Vilhelm

Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna.

Í hlaupinu hafa keppendur eina klukkustund til að klára 6,7 kílómetra langan hring og lagt er af stað í næsta hring á hverjum heila tíma.

Þremenningarnir hafa verið á hlaupum síðan klukkan níu á laugardagsmorgun og kláruðu 51. hringinn í hádeginu til að slá Íslandsmet Þorleifs Þorleifssonar upp á 50 hringi.

Með því að klára 51. hringinn klukkuðu þau 341,7 kílómetra í hlaupinu.

Andri hætti keppni upp úr klukkan 13 en þær Mari og Elísa eru enn að. Beint streymi frá hlaupinu má nálgast að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×