Erlent

Gríðar­leg leit gerð að mönnum sem frelsuðu fanga í Frakk­landi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mennirnir óku í veg fyrir fangaflutningabílinn og hófu skothríð úr sjálfvirkum rifflum. Tveir fangaverðir létust og þrír særðust. 
Mennirnir óku í veg fyrir fangaflutningabílinn og hófu skothríð úr sjálfvirkum rifflum. Tveir fangaverðir létust og þrír særðust.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON

Hundruð lögreglumanna leita nú fanga sem slapp úr lögreglubíl í Normandy héraði í Frakklandi þegar þungvopnaðir félagar hans gerðu árás á bílinn, drápu tvo fangaverði og náðu að frelsa hann.

 Innanríkisráðherrann Gerald Darmanin segir öllum ráðum beitt til að finna mennina en leitin hefur engan árangur borið enn. Emmanuel Macron forseti hefur tekið í sama streng.

Bílarnir sem mennirnir notuðu til að komast undan eru líklega fundnir en þeir höfðu verið brenndir til kaldra kola á tveimur aðskildum stöðum.

Þrír aðrir fangaverðir særðust í árásinni en mennirnir tveir sem létust voru báðir fjölskyldumenn.

Maðurinn sem árásármennirnir frelsuðu, Mohamed Amra, gengur undir nafninu Flugan í frönskum undirheimum. Hann var á dögunum sakfelldur fyrir vopnað rán og var einnig sakaður um mannrán sem leiddi til dauða.

Franskir miðlar hafa greint frá því að hann hafi fyrr í vikunni reynt að flýja fangakefa sinn með því að reyna að saga rimlana, en án árangurs.


Tengdar fréttir

Drápu fanga­verði og hjálpuðu fanga að strjúka

Umfangsmikil leit stendur nú yfir að þungvopnuðum mönnum sem skutu að minnsta kosti tvo fangaverði til bana og særðu þrjár aðra alvarlega þegar þeir hjálpuðu fanga að strjúka í norðanverðu Frakklandi í dag. Strokufanginn var dæmdur fyrir rán.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×