Fótbolti

Kol­beinn lagði upp jöfnunar­mark Gauta­borgar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kolbeinn Þórðarson lagði upp jöfnunarmark Gautaborgar í kvöld.
Kolbeinn Þórðarson lagði upp jöfnunarmark Gautaborgar í kvöld. Gautaborg

Kolbeinn Þórðarson lagði upp jöfnunarmark Gautaborgar í 2-2 jafntefli á útivelli gegn Sirius þegar liðin mættust í sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta.

Kolbeinn var í byrjunarliði Gautaborgar og lék allan leikinn. Hann lagði upp annað mark liðsins þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Hann átti þá sendingu inn fyrir á Paulos Abraham og var tæklaður á sama augnabliki.

Kolbeinn var því í jörðinni þegar Abraham lét vaða úr þröngu færi en boltinn söng í netinu og staðan orðin 2-2. Reyndust það lokatölur leiksins.

Gautaborg er sem stendur með átta stig í 14. sæti deildarinnar að níu umferðum loknum, tveimur stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×