Sport

Dag­skráin í dag: For­múlan, NBA, ítalski og PGA-meistaramótið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Scottie Scheffler hefur gengið í gegnum ýmislegt á PGA-meistaramótinu í ár.
Scottie Scheffler hefur gengið í gegnum ýmislegt á PGA-meistaramótinu í ár. Patrick Smith/Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á bland í poka á þessum fína laugardegi þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Stöð 2 Sport 2

Ítalski boltinn og NBA-deildin í körfubolta eiga sviðið á Stöð 2 Sport 2 og við hefjum leik á viðureign Lecce og Atalanta klukkan 15:50 áður en Torino tekur á móti AC Milan klukkan 18:35.

Um leið og klukkan slær miðnætti er svo komið að sjötta leik Dallas Mavericks og Oklahoma City Thunder í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar þar sem Dallas Mavericks leiðir einvígið 3-2.

Stöð 2 Sport 3

Valencia tekur á móti Murica í spænsku ACB-deildinni í körfubolta klukkan 15:50 áður en þriðji dagur á Mizuho Americas Open á LPGA-mótaröðinni í golfi tekur við keflinu klukkan 19:00.

Stöð 2 Sport 4

PGA-meistaramótið í golfi, PGA Championship, heldur áfram frá klukkan 17:00.

Vodafone Sport

Formúlan á sviðið á Vodafone Sport framan af degi. Sprettkeppnin í Formúlu 3 ríður á vaðið klukkan 08:00 áður en þriðja æfingin í Formúlu 1 tekur við klukkan 10:25. Klukkan 12:10 er svo komið að sprettkeppninni í Formúlu 2 áður en tímatakan fyrir Imola kappaksturinn í Formúlu 1 slær botninn í akstursíþróttir dagsins klukkan 13:45.

Þá mætast Hannover Burgdorf og Füchse Berlin í þýska handboltanum klukkan 16:55 og viðureignir Mariners og Orioles klukkan 20:00 annars vegar og Tigers og Diamondbacks klukkan 00:00 hins vegar í NHL-deildinni í íshokkí reka lestina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×