Formúla 1

Hefur hjálpað Haas með glæfra­legum akstri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þarf að passa sig ætli hann sér ekki í bann.
Þarf að passa sig ætli hann sér ekki í bann. Kym Illman/Getty Images

Kevin Magnussen hefur byrjað tímabilið í Formúlu 1 af gríðarlegum krafti. Ef til vill fullmiklum krafti ef marka má fréttir þess efnis að hann gæti verið á leið í keppnisbann vegna fjöldi refsistiga.

Lið Haas í Formúlu 1 hefur komið verulega á óvart það sem af er leiktíð en fyrir fram var búist við að liðið myndi sleikja botninn en þess í stað er það í 7. sæti. Er það að mestu leyti samvinnu þeirra Nico Hülkenberg og Magnussen að þakka.

Í frétt The Athletic um málið segir að Magnussen hafi með nokkuð glæfralegum akstri tryggt Hülkenberg nokkur auka stig. Hann hefur fengið nokkuð refsistig fyrir en toppaði það í Miami.

„Ég þurfti að gera mitt til að verja Nico,“ sagði Magnussen í viðtali eftir kappaksturinn. Hann hafði nælt sér í tíu sekúndna refsingu og átti því ekki möguleika á að vera meðal tíu efstu og næla þannig í stig. Hann gat þó haldið keppinautum sínum - og Nico - frá samherja sínum með því að fara vasklega fram, sem hann og gerði.

The Athletic greinir nú frá að Magnussen sé á mörkunum að vera dæmdur í keppnisbann og þurfi að halda sig á mottunni það sem eftir lifir tímabils. Hinn 31 árs gamli Magnussen er sem stendur með 10 refsistig en fái ökumaður 12 slík þá er hann dæmdur í keppnisbann. 

Danski kappaksturskappinn þarf því að fara í gegnum 18 keppnir til viðbótar án þess að næla sér í meira en eitt refsistig þar sem þau núllast ekki út fyrr en á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×